Kerfin okkar

Net-Stjórnandinn er samþætt rekstrar- og vefumsjónarkerfi sem sérhannað er fyrir íslenska leikskóla. Rekstrarkerfið heldur utan um alla rekstrarþætti leikskólans, s.s. nemendaskrá, starfsmannaskrá, laun, dagbók, skýrslugerð s.s. fyrir Hagstofu og fjölmarga aðra þætti sem auðvelda skólastjórnendum lífið. Vefumsjónarhluti kerfisins nýtist leikskólastarfsfólki til að birta foreldrum og almenningi upplýsingar um starf leikskólans. Kerfið er sérstaklega hannað til að hýsa mikinn fjölda mynda af skólastarfinu og er einfalt og þægilegt í notkun. Nýjasta útgáfa kerfisins er öll á netinu svo að notendur geta haft aðgang að því hvaðan sem þeim hentar.

Innritunarkerfi fyrir leikskóla er hannað með þarfir sveitarfélaga í huga og auðveldar umsjón með innritun barna í leikskólana. Yfirsýn yfir biðlista og innritun er auðveld þar sem kerfið er á netinu og fulltrúar sveitarfélags og skólastjórar hafa viðeigandi aðgang. Innritunarkerfið er hliðartengt Net-stjórnandanum svo að nemandi flyst sjálfkrafa yfir í nemendaskrá síns leikskóla við innritun.

Gjaldakerfi tengt Navision er annað kerfi sem stendur sveitarfélögum og rekstraraðilum leikskóla til boða en það er einnig hliðartengt Net-Stjórnandanum og tekur upplýsingar um dvalartíma og gjöld nemenda úr honum og vinnur leikskólagjöldin úr þeim upplýsingum.

Ýmis viðbótarkerfi eru síðan í þróun og er stefna okkar að vera ætíð skrefinu á undan þörfum nútímans fyrir aukin þægindi og yfirsýn í leikskólarekstri - hvort sem um er að ræða einn leikskóla eða heil sveitarfélög með marga skóla í rekstri.

Hafðu samband

  • Símanúmer
    897 1210
  • Netfang
    thjonusta@leikskolinn.is
map Leikskolinn

Höfuðborgarsvæðið

Kerfin okkar

Læst svæði þar sem hægt er að sækja innsetningarforrit fyrir Netstjórnandann. Fáðu notendanafn og lykilorð að læsta svæðinu hjá okkur með því að senda póst eða hringja í þjónustusímann.

mac Leikskolinn